Ég hef unnið fjölda myndbanda með danska hip-hop tvíeykinu HipSomHap. HipSomHap samanstendur af Anna Spejlæg (Anna Bukh Jakobsen) og Johnny ligeglad (Andreas Seebach).
HipSomHap gerir tónlist fyrir börn. Markmið þeirra er skýrt, þau vilja taka markhópinn alvarlega og gera tónlist og afþreyingu sem mikið er lagt í. Þau vilja að tónlistin sé á tungumáli barnanna og noti tilvísanir í það sem börnunum er huglægt, eins og t.d. Fortnite, TikTok og æðis líðandi stunda (Fidget spinners, slím, raf-hlaupahjól ofl.)
Hérna fyrir neðan eru nokkur myndbönd sem ég hef unnið frá A-Ö, þ.e.a.s. leikstýrt, kvikmyndað, klippt, litablandað, gert animation, tæknibrellur, o.fl.
Kæmperne Kalder
Kæmperne kalder, er tónlistarmyndband sem ég framleiddi með HipSomHap fyrir
“Kæmpernes fødselsdag” (Afmæli risanna) sem var hluti af Vestegnens Kulturuge 2019.
Bæjarfélögin vestan við Kaupmannahöfn vildu gera meira úr þessum listaverkum sem hafa í nokkur ár verið vinsæl “fjársjóðsleit” hjá dönskum börnum, ferðamönnum og fleirum.
Min Mor
Min Mor (Mamma mín), er óður til allra mæðra, settur upp á skemmtilegan hátt. Í textanum eru ‘mamma mín’ og ‘mamma þín’ bornar saman. Við fengum leikkonuna Silja Okking, sem var meðal annars kynnir í MGP 2019 (Söngvakeppni DR fyrir börn, forkeppni Junior Eurovision), til þess að leika báðar mömmurnar.
Rytmemonster
Ég vann Tónlistarmyndband við lag sem kom út á fyrstu plötu HipSomHap og var vinsælt á tónleikum, en þau vantaði myndband við. Lagið heitir Rytmemonster.
Ég vann myndbandið allt frá hugmyndavinnu til lokafrágangs einn. Myndbandið samanstendur af uppteknum atriðum, teknum upp “on location” og í greenscreen studiói, blandað saman við animated senur og 3d bakgrunna. Ásamt því smíðaði ég trommusett í fullri stærð úr pottum og pönnum sem talað er um í texta lagsins.